Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 125 . mál.


Ed.

158. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, nr. 29/1986.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur rætt frumvarpið á fundum sínum og fengið til viðtals Gunnlaug Briem, yfirsakadómarann í Reykjavík, Ásgeir Friðjónsson, sakadómara við dómstól í ávana- og fíkniefnamálum, Unni Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Lögmannafélags Íslands, Hrafn Bragason, formann réttarfarsnefndar, Þorstein Geirsson, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, Þorleif Pálsson, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, og Þorstein A. Jónsson, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu.
    Eftir að hafa rætt frumvarpið og skipst á skoðunum við fyrrtalda aðila eru nefndarmenn sammála að mæla með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 13. nóv. 1989.



Jón Helgason,


Guðmundur Ágústsson,


Skúli Alexandersson.


form., frsm.


fundaskr.


Salome Þorkelsdóttir.


Ey. Kon. Jónsson.


Jóhann Einvarðsson.


Danfríður Skarphéðinsdóttir.